Hot girls have the taste. They’re the tastemakers. […] If a hot girl likes something, that’s it.1
– Trisha Paytas, Youtube, 28.jan 2024.
Samfélagsmiðlastjarnan umdeilda, Trisha Paytas, hitti naglann á höfuðið, nú sem endranær í viðtali við tilfó(e. emo, „tilfó“ til styttingar á tilfinningaríkur) Youtube stjörnuna Jake Webber nú á dögunum. Þau voru að ræða hvaða myndir og tónlistarfólk væri vinsælt og komust að þessari niðurstöðu. Stelpur eru smekkgerðarfólkið.
Ég sá Instagram Story um daginn hjá Jóhanni Kristófer. Hann var að deila því að einhver strákur í stórri hettupeysu með sólgleraugu hafi verið að gefa út lag. Hann skrifaði eitthvað á borð við „Verðið að tjékka á þessu“. Það truflaði mig eitthvað og ég áttaði mig ekki á því hvað það var fyrr en seinna um daginn meðan ég horfði á viðtalið áðurnefnda. Er ekki eitthvað öfugsnúið við það að strákar hafi svona mikið menningarvald á Íslandi?
Tweet frá gothamhiphop: „Question: How do you discover new music?“
Quote retweet frá itsavibe: „girls IG stories alot of time, women are the taste makers of culture“2
Ég vil ekki að þið haldið að þetta sé enn önnur romsan um að 101 gang standi of mikið saman og reppi bara stráka. Þetta er það að einhverju leiti en bear with me. Við skulum segja að ég taki það í sátt og skilji að vinir vilji styðja vini sína. Auðvitað, áfram heilbrigð karlasambönd! Karlar mega hafa skoðanir og vera til á opinberum vettvangi og þeir mega eiga vini sem þeir styðja og trúa á. En af hverju hafa þeir áhrif? Af hverju er það eina sem þarf til þess að einhver sé bókaður á Októberfest eða skemmtistaðinn Auto eða hvað það er, að Jóhann Kristófer og Aron Kristinn hendi shoutouti á þá í story? Af hverju fá þeir að vera smekkgerðarmenn þessa lands?
Women frequently incorporate new forms and techniques with the traditional to preserve and pass on these kinds of intangible culture, so renewing culture. Women’s creativity is also necessary for the survival and revitalization of intangible cultural manifestations. […] Women transmit intangible legacy in ways that are adaptable to modern situations, inclusive of change, and improve cultural representations via their passion to their work. Women’s creativity in utilizing intangible cultural legacy contributes significantly to many communities' economic well-being.3
Konur hafa í gegnum tíðina gegnt lykilhlutverki í því að varðveita, viðhalda og aðlaga menningu í gegnum tungumál, listir, venjur, siði, mat og svo væri lengi hægt að telja. Hvað hefur breyst? Einhver ykkar gætu sagt að svona hafi þetta alltaf verið. Karlar hafa gegnt stöðu gagnrýnenda svo öldum skiptir. Þar gætuð þið nefnt sem dæmi að LVMH, Óskarinn og The New York Times sé nú öllu stjórnað af karlmönnum og hafi áhrif á hvað er inn og hvað ekki. Af minni reynslu eru stofnanir á borð við þessar, sem og sjálfstæðir karlkyns gagnrýnendur, eitthvað sem maður hefur á bak við eyrað. Það hefur ekki ákvörðunarvald. Ég tek sem ímyndað og þó heldur líklegt dæmi að ítalskur matargagnrýnandi heimsæki Veitingahúsið Ítalíu meti það ekki sem svo að hann geti mælt með því að fólk fari þangað. Fólk sér það og hugsar með sér okei ég hef varann á en skrifa þetta þó ekki út. Svo kemur Sólrún Diego(þessi hluti sögunnar er sannur) á veitingastaðinn og setur í story að hún fái ekki nóg af ostapastanu. Hvað haldiði? Auðvitað flykkjast allir þangað og fólk þarf og vill í fyrsta skipti í langan tíma standa í röð til að fá borð á Ítalíu. Þetta kemur til ekki bara vegna þess að hún er kona, heldur vegna þess að stærstur hluti fylgjenda henna eru konur. Konur mótuðu þarna ca. 2019, veitingastaðaupplifun Íslendinga. Fólk hlustar ekki á stofnanir heldur samfélagið sitt.
„Okei Patrekur, nú ert þú að segja að kona hafi áhrif á menningu á Íslandi - Fer það ekki þvert á þennan punkt um 101 sem þú varst að reyna að koma með?“
Nei. Auðvitað neita ég því ekki að konur eru vissulega ennþá að miklu marki smekkgerðarfólk þessa lands. Annað væri vitfirra. Sunneva Einars og LXS stelpurnar hafa áhrif á ákveðinn hóps samfélagsins. Kolbrún Birna á annan hóp, Lóa Björk, Gerður í Blush, Kristrún Frosta, Áslaug Arna, Marta Smarta, Ugla, Elísabet Jökuls, o.s.frv. o.s.frv. Þetta eru dæmi um konur sem hver á sínu sviði hafa áhrif á eitthvað tengt menningarlífinu okkar. Svo eru það líka konur í nærumhverfi hvers og eins sem eiga þátt í þessari myndun.
I just think as women, we just know how to love things. And we can express it like people will write off is like, oh, you’re over-emotional, you’re irrational. But it’s like, No, we just actually know how to express our love for things. When we want something to thrive, we will make sure that it does.4
– Tónlistarmaðurinn Eva Rose
Í svari mínu til ykkar impra ég á því að karlar gagnrýna og skoðun þeirra tekin til hliðsjónar, konur gagnrýna og það er sannleikur. Hver hefur ekki þurft að þola það að maður sem telur sig kvikmyndaáhugamann segir manni að maður verði að horfa á einhverja mynd - hún er meistaraverk. Hann lýsir öllu því sem gerir mynd að góðri mynd en einhverra hluta vegna verður það bara til þess að manni langar aldrei að horfa á hana. Vinkona mín gæti komið út af mynd sem fjölmiðlar hafa talið skömm fyrir kvikmyndaiðnaðinn og sagt að hún væri reyndar frekar góð - ég, og flestir í kringum mig, myndum taka smálán fyrir miða í bíó.
[…]“tastemakers”—people or institutions that shape the way others think, eat, listen, drink, dress and more.5
Um daginn sá ég tiktok frá aðgangnum isl_texti. Aðgangurinn er wannabe Genius Íslands. Þar er bara kafað í textasmíð og tónlist íslenskra karla. Myndbandið sem ég sá var ákveðið ársuppgjör þar sem karlar innan senunnar voru spurðir um hver nýliði ársins, hvert gestavers ársins væri og þar fram eftir götunum. Svörin voru öll auðvitað karlar, en viðmælendur voru líka allir karlar. Karlar sem ég hef nefnt áður hérna í þessum texta. Þetta er ekki eitthvað lítið myndband sem hefur ekkert að segja í stóra samhenginu, heldur frá reikningi sem fær að jafnaði nokkur þúsund, ef ekki tugi þúsunda, áhorfa á myndböndin sín. Og þetta virkar. Sem er heili punkturinn minn. Þetta er eitthvað batterí sem ætti að virka eins og Óskarinn eða hvaða önnur karlastofnun þar sem þetta er bara skoðun einhvers ekki sannleikur. Þeir eru farnir að leika hlutverk The Hot Girls eins og Trisha kallar þær. Ef þeim finnst það flott, þá er það þannig. Öllum finnst það flott.
Þetta er mjög miðaldra take en ég er farinn að halda að internetið þjóni hlutverki uppeldismóður. Internetið er kona. Internetið er smekkgerðarkona. Það liggur í augum uppi. Við komum fram við tækni eins og við komum fram við konur. Frontur og persónugerving tækninnar hefur alltaf verið kona. Jóhann virkar þá kannski eins og fruma í móðurlíkamanum sem er internetið. Hann leikur ekki eiginlegt hlutverk karlmanns heldur verður einn með uppeldismóðir landsins. Við tökum mark á honum því við sjáum hann í gegnum konu. Í einhverjum skilningi er kona að segja okkur að taka mark á honum. Eða hvað? Hvað með strákinn sem quote retweetaði og sagðist kynnast tónlist í gegnum story hjá stelpum? Ég held að það sé ekki raunin hér. Kannski er þetta bara sama gamla Ísland er svo lítið land að við föttum ekki að allir séu ekki vinir þínir? Við náum ekki utan um það að þegar Joey Christ postar í story þá sé þetta ekki vinur þinn að senda þér einkaskilaboð? Er svarið við spurningunni minni að við sem þjóð séum heimsk? Er það konum að kenna?
Sótt 3. febrúar 2024 á, https://youtube.com/watch?v=qA369FpxERQ&t=1169s
Sótt 3. febrúar 2024 á, https://adhal542.medium.com/teenage-girls-in-the-industry-tastemakers-and-trendsetters-b71a06b9e9a4
Sótt 3. febrúar 2024 á, https://twitter.com/itsavibe/status/1733531727811768610
Sótt 3. febrúar 2024 á, https://socialsci.libretexts.org/Bookshelves/Communication/Journalism_and_Mass_Communication/Book%3A_Mass_Communication_Media_and_Culture/01%3A_Media_and_Culture/1.07%3A_Mass_Media_and_Popular_Culture#:~:text=Historically%2C%20popular%20culture%20has%20been,%2C%20drink%2C%20dress%20and%20more.
https://diffusion.medium.com/what-is-a-cultural-tastemaker-d66589fbc24c